Landsmót í Skeet fór fram á Akranesi um helgina. 10 keppendur mættu til leiks. Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 99/48 bætti Íslandsmetið í final kvenna um 4 dúfur. María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar var í 2. sæti með 91/42 og í 3.sæti var Dagný Huld Hinriksdóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur með 88/30. Í karlaflokki var Stefán Gísli Örlygsson frá Skotfélagi Akraness í 1. sæti með 120 dúfur. Í 2 sæti var Jakob Þór Leifsson Skotíþróttafélag Suðurlands með 113 dúfur, og í 3 sæti var Aðalsteinn Svavarsson Skotíþróttafélagi Suðurlands með 106 dúfur. Í unglingaflokki var Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar með 106 dúfur. Keppt var um Suðurlandsmeistarann og Stefán Gísli Örlygsson frá Skotfélagi Akraness og Helga Jóhannsdóttir frá Skotíþróttafélagi Suðurlands eru Suðurlandsmeistarar 2020.

Óskum verðlaunahöfum til hamingju með sigurinn og þökkum gott mót.

Nánar á úrslitasíðunni