Íslandsmót um helgina
Um helgina verða tvö Íslandsmót í gangi, í Reykjavík er það Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet, sem fer fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi, og svo á Húsavík í riffilkeppninni BenchRest, velli Skotfélags Húsavíkur. Á Blönduósi átti að fara fram Íslandsmót í Norrænu Trappi en því hefur verið frestað til 27.-28.ágúst.