Íslensku keppendurnir hófu keppni í morgun á EM í Króatíu. Í haglabyssugreininni Skeet eru okkar keppendur Hákon Þ. Svavarsson, Pétur T. Gunnarsson, Stefán G. Örlygsson, Helga Jóhannsdóttir og Dagný H. Hinriksdóttir. Í riffilgreinunum 50m og 300m liggjandi keppir Jón Þ. Sigurðsson fyrir okkur og byrjar hann keppni á morgun. Einnig voru skráð í loftskammbyssu þau Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir en þau urðu að hætta við þátttöku.

Dagskráin er svona:

Skeet karla 26.-27.maí

Skeet kvenna 26.-27.maí

50m riffill 27.maí

Skeet parakeppni 28.maí

Skeet liðakeppni karla 29.maí

300m riffill 2.júní