Á Landsmóti STÍ í Skeet sem fór fram í Hafnarfirði í dag, sigraði Pétur T. Gunnarsson úr SR með 56 stig (116), sem er jöfnun á Íslandsmetinu í final, í öðru sæti varð Aðalsteinn Svavarsson úr SFS með 44 stig (103) og Daníel H. Stefánsson úr SR varð þriðji með 36 stig (100). í kvannaflokki sigraði María R. Arnfinnsdóttir úr SÍH með 89 stig en ekki var keppt í final. Í öðru sæti varð Guðrún Hjaltalín úr SKA með 55 stig. Í unglingaflokki hlaut Daníel L. Heiðarsson úr SA gullið með 94 stig.

Í Norrænu Trappi sigraði Timi Salsola með 124 stig, Bjarki Þ. Magnússon varð annar með 110 stig og í þriðja sæti Jóhann Halldórsson með 97 stig. Allir koma þeir úr SÍH. Nánari úrslit koma á úrslitasíðuna á www.sti.is