Þá er keppni lokið í einstaklingskeppninni á Heimsbikarmótinu í Skeet á Ítalíu. Hákon Þ. Svavarsson hafnaði í 64.sæti af 112 keppendum með 116 stig (24-24-22-23-23), Stefán G. Örlygsson í 99.sæti með 108 stig (23-21-23-21-20). Í kvennakeppninni varð Helga Jóhannsdóttir í 51.sæti af 53 keppendum með 83 stig (18-17-15-13-20) og Dagný H. Hinriksdóttir einnig með 83 stig (18-18-17-15-15). Þau keppa svo í parakeppninni á miðvikudaginn.