Heimsbikarmót ISSF í haglabyssugreinunum hefst í Lonato á Ítalíu í dag. Við eigum þar 4 keppendur í Skeet, Hákon Þ. Svavarsson, Stefán G. Örlygsson, Helgu Jóhannsdóttur og Dagnýju H. Hinriksdóttur. Þau hefja keppni á sunnudaginn 9.maí og er hægt að fylgjast með skorinu hérna í karlakeppninni og kvennakeppninni. Úrslitakeppnin (FINAL) er svo sýnd beint á ISSF-TV á mánudaginn 10.maí, karlar hér kl. 15:38 og konur hér kl.14:22. Á miðvikudaginn 12.maí  taka þau þátt í “Mixed Team” keppninni þar sem karl og kona keppa saman sem lið. Sú keppni stendur yfir frá kl. 07:00 til 12:00 og hægt er að fylgjast með skorinu hérna. Úrslitakeppnin (FINAL) er einnig sýnd beint á ISSF-TV kl. 13:22.