Um helgina hélt Skotíþróttafélag Ísafjarðar Opna Vestfjarðamótið í 50m riffli og 50m Þrístöðuriffli. Í 50m keppninni sigraði Valur Richter í karlakeppninni með 611,6 stig, Guðmundur Valdimarsson varð annar með 607,9 stig og í þriðja sæti Ívar M.Valsson 605,2 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir með 610,9 stig, Guðrún Hafberg önnur með 580,0 stig og þriðja Margrét Alfreðsdóttir með 561,5 stig. Í þrístöðunni sigraði Valur Richter í karlaflokki með 1,035 stig, Leifur Bremnes annar með 937 stig og Ingvar Bremnes þriðji með 936 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir með 1,070 stig, Guðrún Hafberg önnur með 885 stig og Margrét Alfreðsdóttir þriðja með 841 stig. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðunni.