Íslandsmót í BR50 riffilskotfimi á Akureyri
14 keppendur mættu til leiks og flestir skutu fleiri en einn flokk. Þurrt og hlýtt, en vindurinn í aðalhlutverki og var svo hvasst í hviðum á sunnudeginum að vindflögg fuku út um holt og hæðir. Árangurinn eftir því. Þó virtust unglingarnir ráða betur við vindinn. Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ.