Stjórn STÍ hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttafólk ársins 2022:

Í karlaflokki  Hákon Þór Svavarsson (44 ára) úr Skotíþróttafélagi Suðurlands

Hákon varð Norðurlandameistari í haglabyssu á NM í sumar. Hann tryggði sér þátttökurétt á Evrópuleikunum í Krakow í Póllandi á næsta ári, með frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu á Kýpur, þar sem hann hafnaði í 13.sæti.  Hann er sem stendur í 44.sæti á Heimslistanum.

Í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir (54 ára) úr Skotfélagi Reykjavíkur

Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í liggjandi stöðu, í Þrístöðuriffli, auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Hún jafnaði Íslandsmet sitt í Loftskammbyssu í desember og setti nýtt Íslandsmet í Þrístöðuriffli í mars.

Þau fengu afhentar viðurkenningar sínar í hófi ÍSÍ í Silfurbergi í Hörpu. Nánar á heimasíðu ÍSÍ hérna.