Á Landsmóti STÍ í 50m liggjandi riffli, sem haldið var í Kópavogi í dag, bætti Óðinn Magnússon úr SKS eigið Íslandsmet í unglingaflokki og skaut nú 568,5 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 622,7 stig, Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð annar með 610,0 stig og þriðji Valur Richter úr SÍ með 605,9 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 605,7 stig Viktoría Erla Bjarnarson úr SR hlaut silfrið með 575,7 stig.