Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag eigið Íslandsmet, 560 stig, í Loftskammbyssu á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag. Silfrið í kvennaflokki hlaut Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 537 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur A. Hjartarson úr SK með 509 stig, Hannes H. Gilbert úr SFK varð annar með 494 stig og Bjarni Sigurðsson úr SK varð þriðji með 485 stig. Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 466 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.