Jón Þór sigraði á móti í Danmörku
Jón Þór Sigurðsson keppti á sterku móti í Árósum í Danmörku í dag. Hann bætti eigið Íslandsmet með glæsilegu skori, 628,5 stig og vann gullið.
Jón Þór Sigurðsson keppti á sterku móti í Árósum í Danmörku í dag. Hann bætti eigið Íslandsmet með glæsilegu skori, 628,5 stig og vann gullið.
Loftriffilkeppnin á Reykjavíkurleikunum fór fram í Egilshöölinni í dag. Í opnum flokki fullorðinna sigraði Jórunn Harðardóttir með 235,9 stig (594,3), í öðru sæti varð Íris Eva Einarsdóttir með 231,3 stig (579,5) og í þriðja sæti varð Þórir Kristinsson með 566,8 stig (196,4). Í unglingaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir gullið með 314,3 stig.
Keppni er nú lokið í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum. Í opnum flokki fullorðinna sigraði Ívar Ragnarsson með 233,4 stig (564), Jón Ægir Sigmarsson varð annar með 232,2 stig (540) en þeir voru jafnir fyrir síðasta skotið, og Jórunn Harðardóttir vann bronsið með 206,8 stig (567). Jórunn bætti eigið Íslandsmet í undankeppninni með 567 stig. Í opnum [...]
Landsmót STÍ í riffilgreinunum fór fram í Digranesi í Kópavogi um helgina. Í 50 m Prone sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 625,6 stig, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 607,1 stig og í þriðja sæti Arnfinnur Jónsson úr SFK með 605,6 stig. Karen Rós Valsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 533,6 [...]
Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu á 25 metra færi fór fram í dag hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs í Digranesi. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 554 stig, Friðrik Goethe úr SFK varð annar með 532 stig og í þriðja sæti Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 530 stig. Nánari úrslit koma á úrslitasíðu STÍ
Um helgina fóru fram í Egilshöllinni tvö landsmót í riffilgreinunum. Á laugardag 16.des var keppt í 50m liggjandi riffli þar sem Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 625,8 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 606,1 stig og Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð þriðji með 605,8 stig. Í unglingaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir [...]
Mótaskrá næsta sumars í haglabyssugreinunum er komin á mótasíðuna hérna
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Kópavogi um helgina. Í keppni með Loftskammbyssu sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 557 stig, í öðru sæti varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 554 stig og í þriðja sæti varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 549 stig. Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði einnig í keppni með [...]
Karl Kristinsson úr SR sigraði á fyrsta Landsmótinu í Sportskammbyssu á tímabilinu með 545 stig, Karol Forsztek úr SR varð annar með 540 stig og í þriðja sæti varð Kolbeinn Björgvinsson úr SR með 510 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Reykjanesbæ í dag. Í loftskammbyssu sigraði Bjarki Sigfússon úr SFK með 547 stig, í öðru sæti varð Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS með 523 stig og í 3ja sæti Björgvin Sigurðsson úr SK með 515 stig. í flokki unglinga sigraði Adam Ingi Höybye Frankson úr SFK með 515 [...]