Um helgina fóru fram í Egilshöllinni tvö landsmót í riffilgreinunum. Á laugardag 16.des var keppt í 50m liggjandi riffli þar sem Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 625,8 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 606,1 stig og Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð þriðji með 605,8 stig. Í unglingaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir gullið með 561,1 stig.

Á sunnudag 17.des var keppt í þrístöðuriffli á 50 metrum. Valur Richter úr SÍ sigraði með 523 stig, Leifur Bremnes úr SÍ varð annar með 487 stig og í þriðja sæti varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 466 stig. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ.