Íslandsmeistaramótið i haglabyssugreininni Skeet fór fram á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um helgina. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 112/49 stig, í öðru sæti varð Pétur T. Gunnarsson úr SR með 111/48 stig og bronsið vann Hákon Þ Svavarsson úr SFS með 109/40 stig. Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH Íslandsmeistari með 92/37 stig, María Rós Arnfinnsdóttir varð önnur með 91/36 stig og í þriðja sæti varð Dagný Huld Hinriksdóttir úr SR með 92/26 stig. Á Íslandsmóti er einnig keppt um titla í flokkum og má sjá það nánar á úrslitaskjalinu á úrslitasíðunni hérna.