Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði í karlaflokki með 232,2 stig (553), Rúnar Helgi Sigmarsson úr SKS varð annar með 224,6 stig (534) og þriðji varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 204,9 stig (550). Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 215,1 stig (551), Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 212,2 stig (516) og í þriðja sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 195,6 stig (493) en hún varð jafnframt Íslandsmeistari stúlkna. Íslandsmeistari drengja varð Adam Ingi Höybye Franksson. Í liðakeppni karla varð A-sveit Skotfélags Kópavogs(SFK) Íslandsmeistari, sveit Skotfélagsins Skyttur (SKS) varð í öðru sæti og Sveit Skotdeildar Keflavíkur (SK) hlaut bronsið. Í liðakeppni kvenna sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR) og sveit Skotfélagsins Skyttur (SKS) varð í öðru sæti.

Íslandsmeistarar í flokkum voru ennfemur krýndir og er hægt að nálgast þær upplýsingar, úrslit og nöfn þeirra, á úrslitasíðu STÍ og á heimasíðu mótshaldara SR.