Keppni er nú lokið í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum. Í opnum flokki fullorðinna sigraði Ívar Ragnarsson með 233,4 stig (564), Jón Ægir Sigmarsson varð annar með 232,2 stig (540) en þeir voru jafnir fyrir síðasta skotið, og Jórunn Harðardóttir vann bronsið með 206,8 stig (567). Jórunn bætti eigið Íslandsmet í undankeppninni með 567 stig. Í opnum flokki unglinga sigraði Adam Ingi Höybye Franksson með 513 stig, í öðru sæti varð Óðinn Magnússson með 502 stig og í þriðja sæti hafnaði Elfar Egill Ívarsson með 406 stig. Adam keppti líka í úrslitum opna flokksins og árangur hans þar er nýtt Íslandsmet unglinga 117,2 stig.