Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Kópavogi um helgina. Í keppni með Loftskammbyssu sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 557 stig, í öðru sæti varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 554 stig og í þriðja sæti varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 549 stig.

Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði einnig í keppni með Loftriffli með 588,9 stig, Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð annar með 581,3 stig og í þriðja sæti Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 575 stig.

Nánari úrslit má nálgast á úrslitasíðu STÍ hérna.