Frá Markviss

Í ljósi þeirra skelfilegu atburða sem hafa átt sér stað í okkar friðsæla samfélagi  vill stjórn Skotfélagsins Markviss votta öllum sem eiga um sárt að binda sína dýpstu meðaumkun og samúð. Eins og komið hefur fram var gerandi skotáhugamaður og keppandi í skotíþróttum á árum áður og keppti fyrir hönd Markviss og gengdi um tíð trúnaðarstörfum fyrir félagið, undanfarin ár hafði hallað undan fæti hjá viðkomandi og hann dregið sig mikið til hlés í starfi félagsins. Á síðasta ári sagði hann sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til. Það er von okkar í stjórn Markviss að þessi voðaverk verði ekki til að fólk líti starfsemi félagsins öðrum augum en verið hefur og við getum haldið áfram því jákvæða og góða starfi og uppbyggingu sem verið hefur hjá okkur undanfarin ár, því við viljum bara geta stundað okkar íþrótt í sátt og friði við sem flesta bæði guð og menn.

Stjórn Markviss