Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Möltu dagana 29.maí til 3.júní. Í skotfimi verður keppt í haglabyssu Skeet, loftskammbyssu og loftriffli. Það fer eftir lokaskráningum hvernig skipting milli kynja verður í þessum greinum. Við munum hinsvegar hefja valferlið nú þegar en pláss er fyrir tvo keppendur í hverri grein, af hvoru kyni. Fararstjóri STÍ verður Ómar Örn Jónsson.

Í loftbyssugreinunum mun ráða árangur keppenda á Landsmótinu í Digranesi 18.mars og á Íslandsmótinu í Egilshöll 29.-30.apríl fyrir final, ásamt árangri á RIG-mótunum 4.-5.febrúar.  Í Skeet mun árangur ráðast á sérstökum úrtökumótum sem verða 100 dúfna mót, laugardaginn 1.apríl hjá SR á Álfsnesi og 15.apríl hjá SFS við Þorlákshöfn, sem og á Landsmóti STÍ hjá SÍH á Iðavöllum 29.-30.apríl en á því móti telja fyrstu 100 dúfurnar (75 á fyrri degi og fyrri hringur á degi tvö). Á þessum mótum ráða úrslitin fyrir final á tveimur bestu mótunum af þremur.