Uncategorized

Ný reglugerð um dómaramál STÍ var birt í dag

Stjórn STÍ samþykkti á fundi sínum í dag nýja reglugerð um dómaramál. Drög að henni voru kynnt á síðasta Skotþingi en kemur nú út í fínpússaðri mynd, Gefin er aðlögunartími til 1.ágúst 2025 fyrir félögin til að uppfylla kröfur sem þar eru gerðar til þeirra. Formaður dómaranefndar STÍ, Magnús Ragnarsson, svarar öllum fyrirspurnum um atriði [...]

By |2023-07-28T13:50:43+00:00July 28th, 2023|Uncategorized|Comments Off on Ný reglugerð um dómaramál STÍ var birt í dag

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 12. júní. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi.  Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Athugið að sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Skráning fer fram á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/isi Nemendur [...]

By |2023-05-23T14:26:46+00:00May 23rd, 2023|Uncategorized|Comments Off on Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

Ársþing ÍSÍ var haldið um helgina

Íþróttaþing ÍSÍ var haldið að Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Ný stjórn var kjörin og ýmsar ályktanir gerðar. Lesa má nánar um gang mála á heimasíðu ÍSÍ hérna.

By |2023-05-19T23:11:39+00:00May 6th, 2023|Uncategorized|Comments Off on Ársþing ÍSÍ var haldið um helgina

Jón Þór Íslandsmeistari í Sport skammbyssu

Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Kópavogi um síðustu helgi. Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð Íslandsmeistari með 564 stig, Ívar Ragnarsson úr SFK varð annar með 557 stig og Jón Árni Þórisson úr SR þriðji með 515 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2023-04-29T09:32:52+00:00April 28th, 2023|Uncategorized|Comments Off on Jón Þór Íslandsmeistari í Sport skammbyssu

Ársþing Skotíþróttasambandsins fór fram í dag

Skotþing 2023, ársþing STÍ, var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Mættir voru 36 fulltrúar frá 9 af 15 aðildarsamböndum STÍ.  Fundarstjóri var Jón S. Ólason fyrrverandi formaður STÍ og ritari þingsins var Kjartan Friðriksson, fyrrverandi ritari stjórnar. Ný stjórn sambandsins er nú skipuð þannig að Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður til næstu 2ja [...]

By |2023-05-05T18:10:39+00:00April 22nd, 2023|Uncategorized|Comments Off on Ársþing Skotíþróttasambandsins fór fram í dag

SKOTÞING 2023 gögn komin á netið

Nú eru tvær vikur í Skotþingið þann 22.apríl n.k. Hægt er að nálgast þær tillögur sem höfðu borist 3 vikum fyrir þing á þessari síðu.  Eins eru framboð til stjórnar birt en sjálfkjörið er í stjórn samkvæmt framboðum sem komu inn og eru studdar af stjórnum viðkomandi félaga. Frekari gögnum verður bætt við eftir því [...]

By |2023-04-21T17:20:20+00:00April 8th, 2023|Uncategorized|Comments Off on SKOTÞING 2023 gögn komin á netið

Smáþjóðaleikarnir verða á Möltu 2023

Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Möltu dagana 29.maí til 3.júní. Í skotfimi verður keppt í haglabyssu Skeet, loftskammbyssu og loftriffli. Það fer eftir lokaskráningum hvernig skipting milli kynja verður í þessum greinum. Við munum hinsvegar hefja valferlið nú þegar en pláss er fyrir tvo keppendur í hverri grein, af hvoru kyni. Fararstjóri STÍ verður Ómar Örn [...]

By |2023-03-18T11:01:13+00:00March 9th, 2023|Uncategorized|Comments Off on Smáþjóðaleikarnir verða á Möltu 2023

SKOTÞING 2023 verður haldið laugardaginn 22.apríl

Þing Skotíþróttasambands Íslands, SKOTÞING 2023, verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, laugardaginn 22.apríl n.k.

By |2023-02-22T11:50:41+00:00February 22nd, 2023|Uncategorized|Comments Off on SKOTÞING 2023 verður haldið laugardaginn 22.apríl

Skotíþróttasambandið það sjöunda fjölmennasta innan ÍSÍ

Samkvæmt tölfræði ÍSÍ vegna ársins 2021 er Skotíþróttasamband Íslands í sjöunda sæti yfir fjölmennustu sérsambönd innan ÍSÍ, með 5.614 (4%) skráða iðkendur af alls 139.207 iðkendum. HSí er með 7.356 (5%), KKÍ 8.119 (6%), LH 12.151 (9%), FSÍ 14.264 (10%), GSÍ 23.149 (17%) og KSÍ 28.285 (20%).

By |2023-01-07T16:08:36+00:00January 7th, 2023|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttasambandið það sjöunda fjölmennasta innan ÍSÍ

Skotíþróttafólk ársins 2022

Stjórn STÍ hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttafólk ársins 2022: Í karlaflokki  Hákon Þór Svavarsson (44 ára) úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Hákon varð Norðurlandameistari í haglabyssu á NM í sumar. Hann tryggði sér þátttökurétt á Evrópuleikunum í Krakow í Póllandi á næsta ári, með frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu á Kýpur, þar sem hann hafnaði í 13.sæti.  Hann [...]

By |2022-12-30T10:27:51+00:00December 29th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttafólk ársins 2022
Go to Top