Jórunn og Jón Þór fengu afhentar viðurkenningar í dag
Skotþróttamenn ársins 2023 þau Jórunn Harðardóttir og Jón Þór Sigurðsson fengu afhentar viðurkenningar sínar í kvöld. Það var gert samhliða vali á Íþróttamanni Ársins í hófi sem ÍSÍ og samtök íþróttafréttamanna standa árlega fyrir. Var það haldið að þessu sinni á Hilton Nordica.