Mót og úrslit

Íslandsmeistarar í loftriffli í dag

Íslandsmeistaramótið í loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 579,5 stig, annar varð Robert Vincent Ryan úr SR með 546,9 stig og þriðji varð Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR með 519,4 stig. Í kvennaflokki sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 586,5 stig og Jórunn [...]

By |2022-05-08T13:49:44+00:00May 8th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistarar í loftriffli í dag

Íslandsmeistarar í Loftskammbyssu

Íslandsmeistaramótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 564 stig, Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð annar með 550 stig og Bjarki Sigfússon úr SFK þriðji með 533 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með [...]

By |2022-05-08T11:27:39+00:00May 7th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmeistarar í Loftskammbyssu

Íslandsmót í Þrístöðu með riffli í dag

Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð í dag Íslandsmeistari í riffilgreininni 50 metra Þrístaða, en hún er ein af þeim skotgreinum sem eru keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Hann endaði með 525 stig. Í öðru sæti varð Þórir Kristinsson úr SR með 513 stig og Valur Richter úr SÍ þriðji með 510 stig. Jórunn Harðardóttir úr SR [...]

By |2022-04-24T13:53:45+00:00April 24th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Þrístöðu með riffli í dag

Íslandsmet hjá Jóni Þór í dag

Íslandsmeistaramót STÍ í skotfimi með riffli á 50 metrum liggjandi fór fram í Kópavogi í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði í karlaflokki á nýju glæsilegu Íslandsmeti, 627,5 stig. Valur Richter úr SÍ varð annar með 609,7 stig og Ívar Már Valsson úr SÍ þriðji með 607.8 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr [...]

By |2022-04-24T09:41:59+00:00April 23rd, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet hjá Jóni Þór í dag

Ívar sigraði á báðum skammbyssumótunum

Í dag fóru fram tvö Landsmót í Kópavogi. Keppt var í Sport skammbyssu (cal.22) þar sem Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 565 stig, Friðrik Goethe úr SFK varð annar með 551 stig og Karl Kristinsson úr SR hlaut bronsið með 536 stig.  Einnig var keppt í Grófri skammbyssu (Center fire) og sigraði Ívar Ragnarsson [...]

By |2022-04-14T09:15:19+00:00April 9th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Ívar sigraði á báðum skammbyssumótunum

Þrístöðuriffilkeppni í dag

Landsmót STÍ í 50 metra Þrístöðuriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði í karlaflokki með 553 stig, Jórun Harðardóttir úr SR vann kvennaflokkinn með 544 stig, unglingaflokkinn vann Viktoría Erla Bjarnarson úr SR með 459 stig og lið SR liðakeppnina með 1,518 stig. Árangur allra eru Íslandsmet. Greinin breyttist [...]

By |2022-03-27T17:16:17+00:00March 27th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Þrístöðuriffilkeppni í dag

Landsmót í loftbyssugreinum í Kópavogi í dag

Á landsmóti STÍ í loftbyssugreinunum sem fram fór í Kópavogi í dag sigraði Magnús Ragnarsson úr SKS í karlaflokki í loftskammbyssu, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS í kvennaflokki, Óðinn Magnússon úr SKS í drengjaflokki og Sóley Þórðardóttir úr SA í stúlknaflokki. Í loftriffli sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2022-03-13T15:10:07+00:00March 12th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í loftbyssugreinum í Kópavogi í dag

Fleiri Íslandsmet á móti í Egilshöll í dag

Nokkur Íslandsmet voru sett á Landsmóti STÍ í Þrístöðu með riffli voru sett í dag. Í stúlknaflokki setti Viktoría Erla Bjarnarson úr SR met 444 stig, í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR með 539 stig, sveit SR í karlaflokki með 1,504 stig og eins í kvennaflokki 1,476 stig. Annars fóru leikar þannig að í karlaflokki [...]

By |2022-03-06T16:56:16+00:00March 6th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Fleiri Íslandsmet á móti í Egilshöll í dag

Íslandsmet á Landsmóti STÍ í Egilshöllinni í dag

Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöll í Reykjavík, bætti Jón Þór Sigurðsson eigið Íslandsmet í 50 metra liggjandi riffli með skori uppá 626,1 stig. Óðinn Magnússon úr SKS setti nýtt Íslandsmet í flokki unglinga með 501,2 stig. Önnur úrslit urðu þau að í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR annar með 613,2 [...]

By |2022-03-05T17:37:24+00:00March 5th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet á Landsmóti STÍ í Egilshöllinni í dag

Karl Kristinsson sigraði á Landsmóti í Sportbyssu

Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Landsmóti STí sem haldið var í Egilshöll í dag. Nánari úrslit á Úrslitasíðunni. 

By |2022-02-27T17:58:41+00:00February 26th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Karl Kristinsson sigraði á Landsmóti í Sportbyssu
Go to Top