Þá er mótahald STÍ loks að hefjast í innigreinunum. Fyrstu tvö mótin verða haldin í Egilshöllinni í Reykjavík. Keppt verður í tveimur riffilgreinum, á laugardaginn í 50 metra Liggjandi riffli og á sunnudaginn í 50 metra Þrístöðu riffli. Mótin hefjast kl. 09:00 báða dagana. Riðlaskiptingu má sjá nánar á heimasíðu Skotfélags Reykjavíkur, www.sr.is