Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu, sem fram fór í dag í Digranesi, sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK ,eð 558 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 539 stig og þriðji varð Friðrik Goethe úr SFK með 521 stig. Í liðakeppni sigraði A-sveit SFK með 1,618 stig, A-sveit SR varð önnur með 1,457 stig og þriðja B-sveit SFK með 1,401 stig. Nánar má sjá úrslitin á úrslitasíðunni