Jón Þór sigraði á Landsmóti STÍ í 300m riffli
Landsmót STÍ í 300 metra liggjandi riffli fór fram hjá Skotdeild Keflavíkur í Höfnum í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði, annar varð Eiríkur Björnsson úr SFK og þriðji varð Hannes Haraldsson úr SFK.
Landsmót STÍ í 300 metra liggjandi riffli fór fram hjá Skotdeild Keflavíkur í Höfnum í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði, annar varð Eiríkur Björnsson úr SFK og þriðji varð Hannes Haraldsson úr SFK.
Forseti íslands Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrú Eliza Jean Reid buðu Ólympíuförum og formönnum þeirra sambanda í móttöku til Bessastaða til hvatningar fyrir leikana sem hefjast 24 júlí næstkomandi. Ásgeir Sigurgeirsson keppir fyrstur Íslendinga þann 24. í Loftskammbyssu.
Um helgina fór fram landsmót STÍ í skeet. Sökum tæknivandræða á búnaði hjá okkur þá bauðst Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar að leyfa okkur að notast við aðstöðuna þeirra og eru við þeim endalaust þakklát. í karla flokki sigraði Hákon Þór SFS með 116 dúfur og 52 í final. í öðru sæti var Jón Gunnar hjá SÍH með [...]
Hérna eru nú komin eyðublöð til útfyllingar á hringjum í skeet
Landsmót STÍ í Skeet fór fram á Akureyri um helgina. í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 52/117 stig, Jón G. Kristjánsson úr SÍH varða annar með 50/95 stig og í þriðja sæti Jakob Þ. Leifsson úr SFS með 36/110 stig. Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 92 stig, önnur varð [...]
Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður, hefur unnið sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó í loftskammbyssukeppni karla. Alþjóðaskotíþróttasambandið hefur lokið úthlutun á kvótasætum og hlaut Ísland kvótapláss í loftskammbyssukeppni karla. Ásgeir hefur áður keppt á leikunum en hann keppti á Ólympíuleikunum í London 2012, þá bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu. Keppt verður í greininni fyrsta keppnisdag [...]
Landsmót STÍ í Skeet fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Í karlaflokki sigraði Pétur T. Gunnarsson úr SR (106/50), annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS (115/48) og þriðji Aðalsteinn Svavarsson úr SÍH (91/37). Í kvennafokki sigraði María R. Arnfinnsdóttir úr SÍH (94/35), önnur varð Dagný H. Hinriksdóttir úr SR (81/31) [...]
Landsmót STÍ í Norrænu Trappi fór fram á Blönduósi um helgina. Sigurður Pétur Stefánsson úr MAV sigraði í unglingaflokki og bætti eigið Íslandsmet með 101 stig. Í kvennaflokki bætti Snjólaug M. Jónsdóttir eigið Íslandsmet með 115 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmann Jónasson úr MAV með 119 stig. Nánari úrslit eru á úrslitasíðunni.
Sérsambönd ÍSÍ Héraðssambönd og íþróttabandalög Íþróttafélög og deildir þeirra Reykjavík, 3.júní 2021 Efni: #metoo/#églíka Kæru félagar! Á undanförnum vikum hefur umræða um kynbundið ofbeldi blossað upp á ný. Þolendur stíga fram, skila skömminni á réttan stað og krefjast breytinga í samfélaginu. Líkt og í fyrri bylgju #metoo/#églíka hafa komið upp á yfirborðið frásagnir af kynferðisbrotum [...]
Jón Þór Sigurðsson var að ljúka keppni í 300 metra riffli á Evrópumeistaramótinu í Króatíu. Hann náði frábærum árangri með 595 stig ( 99 99 98 100 100 99) og 25 x-tíur, sem jafnframt er nýtt Íslandsmet. Hann endaði að lokum í 14.sæti. Nánar hérna.
Í dag er liðakeppnin í Skeet á dagskrá. Hákon, Pétur og Stefán taka þátt og eru í harðri keppni við Eistnesku og Lettensku liðin. Hægt er að fylgjast með hérna. Þeir enduðu að lokum í 14.sæti af 17 liðum, með 474 stig og komust einnig uppfyrir Búlgarska liðið. Evrópumeistarar urðu hins vegar Kýpverjar á nýju [...]
SKOTÞING 2021 verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, laugardaginn 18.september í E-sal á 3.hæð og hefst það að venju kl.11:00. Um dagskrá þingsins er fjallað í lögum sambandsins sem eru aðgengileg hérna.
Í dag er keppt í parakeppninni í Skeet og er hægt að fylgjast með hérna.
Þá er annar keppnisdagurinn hafinn á EM í Króatíu. Hérna eru slóðir á okkar greinar : Skeet karla 26.-27.maí Lokastaða: Pétur í 37.sæti(116), Hákon í 59.sæti(113), Stefán í 67.sæti(109) Skeet kvenna 26.-27.maí Lokastaða: Helga í 42.sæti(91) og Dagný í 44.sæti(85) 50m riffill Opinn flokkur, 27.maí Lokastaða: Jón Þór í 94.sæti(615,4) Skeet parakeppni 28.maí Skeet liðakeppni karla 29.maí [...]
Íslensku keppendurnir hófu keppni í morgun á EM í Króatíu. Í haglabyssugreininni Skeet eru okkar keppendur Hákon Þ. Svavarsson, Pétur T. Gunnarsson, Stefán G. Örlygsson, Helga Jóhannsdóttir og Dagný H. Hinriksdóttir. Í riffilgreinunum 50m og 300m liggjandi keppir Jón Þ. Sigurðsson fyrir okkur og byrjar hann keppni á morgun. Einnig voru skráð í loftskammbyssu þau [...]
Landsmót STÍ í skeet fór fram á Akranesi um helgina. Jakob Þ. Leifsson úr SFS sigraði í karlaflokki með 49 stig (109), Jón G. Kristjánsson úr SÍH varð annar með 41 stig (94) og Guðmundur Pálsson úr SR varð þriðji með 36 stig (100). Í kvennaflokki hlaut Guðrún Hjaltalín úr SKA gullið með 57 stig [...]
Frá ÍSÍ: Í ljósi fregna frá upplýsingafundi almannavarna í morgun viljum við ítreka mikilvægi þess að framfylgja þeim reglum um sóttvarnir sem eru í gildi. Það lítur út fyrir bjartari tíma framundan, með frekari afléttingum, en baráttunni við COVID-19 er þó ekki lokið og mikilvægt að sofna ekki á verðinum. Endilega ítrekið mikilvægi sóttvarna við [...]
Íþróttamannanefnd ÍSÍ hefur sett upp nýjan opinn Facebook-hóp undir nafninu Íþróttamannanefnd ÍSÍ, sjá tengil hér að neðan. Þar getur allt íþróttafólk gerst meðlimir og verið í beinu sambandi við meðlimi nefndarinnar ásamt því að geta tekið þátt í þeim umræðum sem skapast. Einnig munu þau geta haft aðgang að fræðsluefni og fróðleik sem að nefndin [...]
Skráning á Evrópumeistaramótið í Compak Sporting 2021 stendur nú yfir á netinu. Mótið fer fram í Frakklandi dagana 19.-22.ágúst n.k. Keppendur skrá sig sjálfir og er slóðin þessi.
Fréttatilkynning Reykjavík, 18. maí 2021 Til fjölmiðla Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum [...]