Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi verið versti óvinur keppanda í dag þó svo að vindar hafi verið pínulítið að stríða með með hægum sviftingum frá suðaustri til suðvesturs. Sólin glenti sig og þá var erfitt að sjá á sigtin og bullandi tíbrá. Mótið gekk með eindæmum vel fyrir sig og fengu hlaupin að finna vel fyrir því. Jón Þór keppandi Skotíþróttafélags Kópavogs var sigurvegari dagsins, Theodór annar og Guðmundur þriðji, báðir keppendur Skotdeildar Keflavíkur. Lið Skotdeildar Keflavíkur var svo með 1601 sig og óskum við öllum keppendum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn 😊 Það voru fáir keppendur skráðir þetta árið en okkur hlakkar til næsta árs. Þá verður vonandi keppendur farnir að gíra sig í keppnisgírinn aftur eftir erfitt Covid tímabil sem hefur sannarlega tekið sinn toll hjá keppendum.

Kær Kveðja Stjórn Skotdeildar Keflavíkur.

Nánar á úrslitasíðunni