Skotið var í blíðskapar veðri þó lognið hafi flýtt sér aðeins meira á sunnudeginum. Skipt  var í A og B flokk eftir fyrri dag. Úrslit voru eftirfarandi:

A flokkur:

1. Hákon Þór Svavarsson, SFS  112+50

2. Jón Gunnar Kristjánsson, SÍH  106+48

3. Daníel Logi Heiðarsson, SA  102+39

B flokkur:

1. Guðmann Jónasson, MAV  93+43

2. Elías M Kristjánsson, SKA  92+39

3. Snjólaug M Jónsdóttir, MAV 86+27

Lítið vantaði upp á að 3 aðilar myndu skjóta sig upp um flokk á mótinu en það var eingöngu einn sem að náði því en það var Sigfús Heiðar Jóhannesson en skaut 78 dúfur og er því kominn upp í 3. flokk.

Samhliða Artic coast open var skotið um Norðurlandsmeistaratitil í karla og kvennaflokki, þar urðu hlutskörpust Snjólaug M Jónsdóttir úr MAV og Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA.