Landsmót STÍ í Skeet fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Í karlaflokki sigraði Pétur T. Gunnarsson úr SR (106/50), annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS (115/48) og þriðji Aðalsteinn Svavarsson úr SÍH (91/37). Í kvennafokki sigraði María R. Arnfinnsdóttir úr SÍH (94/35), önnur varð Dagný H. Hinriksdóttir úr SR (81/31) og Helga Jóhannsdóttir úr SÍH varð þriðja (88/26). Í unglingaflokki hlaut Daníel L. Heiðarsson úr SA (98) gullið. Sveit SÍH sigraði í liðakeppninni en sveit SR hlaut silfrið. Liðin voru jöfn að stigum, 270 en í síðustu umferð munaði 1 stigi sem dugði SÍH til sigurs. Nánari úrslit má svo finna á úrslitasíðu STÍ hérna.
Landsmót í Skeet í Reykjavík
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2021-06-13T18:57:24+00:00June 13th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Skeet í Reykjavík