Um helgina fór fram landsmót STÍ í skeet.
Sökum tæknivandræða á búnaði hjá okkur þá bauðst Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar að leyfa okkur að notast við aðstöðuna þeirra og eru við þeim endalaust þakklát.
í karla flokki sigraði Hákon Þór SFS með 116 dúfur og 52 í final.
í öðru sæti var Jón Gunnar hjá SÍH með 104 dúfur og 47 í final, þriðja sætið hneppti Jakob Þór SFS en hann var með 109 dúfur og 36 í final.
Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 107 dúfur og 39 í final, en með 107 dúfum þá bætti hún sitt eigið íslandsmet um heilar 4 dúfur (gamla var 103) og óskum við henni innilega til hamingju með.
Í öðru sæti var María Rós Arnfinnsdóttir með 100 dúfur og 38 í final, þriðja sætið hneppti Dagný Hinriksdóttir SR með 74 dúfur og 24 í final.
Enn og aftur viljum við þakka Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar fyrir aðstoð og aðstöðu um helgina, ásamt því að þakka öllum keppendum fyrir skemmtilegt mót.