Íslandsmótið í haglabyssugreininni SKEET fer fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Keppni hefst kl.10 laugardag og sunnudag. Úrslitin fara svo fram eftir hádegi á sunnudaginn. Keppendur eru 24 talsins og eru allir bestu keppendur landsins skráðir til leiks. Hér má sjá riðlaskiptinguna.