Íslandsmeistaramót í BR50 riffilgreinunum fór fram á Akureyri um helgina. Skotið er með 22ja kalibera rifflum af 50 metra færi í 3 þyngdarflokkum. Íslandsmeistarar urðu :

Í Sporter flokki: Kristján Arnarson úr SKH í fullorðinsflokki og Sóley Þórðardóttir úr SA í unglingaflokki.

Í Light Varmint flokki: Wimol Sudee úr SKH í fullorðinsflokki og Sóley Þórðardóttir úr SA í unglingaflokki.

Í Haevy Varmint flokki: Kristján Arnarson úr SKH í fullorðinsflokki.

Allir sigurvegararnir bættu gildandi Íslandsmet !

Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ.