Ásgeir Sigurgeirsson keppir í loftskammbyssu á Ólympíuleikunum í Tokyo á morgun, laugardag. Undankeppnin hefst kl. 04:00 að íslenskum tíma (13:00-14:15 á Tokyo tíma) Úrslitin hefjast svo kl. 06:30 (15:30 á Tokyo tíma). RÚV sýnir beint frá úrslitunum og hefst útsending RÚV kl. 06:20

Í undankeppninni er skotið 60 skotum á skotmark á 10 metra færi. Átta efstu komast í úrslit þar sem skotið er með útsláttarfyrirkomulagi þannig að eftir 12 skot fellur áttundi maður út, eftir 14 skot fellur sjöndi út og svo koll af kolli þar til gullinu er landað.