gummiisnes

About Guðmundur Kr. Gíslasson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Kr. Gíslasson has created 639 blog entries.

SKOTÞING 2023 verður haldið laugardaginn 22.apríl

Þing Skotíþróttasambands Íslands, SKOTÞING 2023, verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, laugardaginn 22.apríl n.k.

By |2023-02-22T11:50:41+00:00February 22nd, 2023|Uncategorized|Comments Off on SKOTÞING 2023 verður haldið laugardaginn 22.apríl

Sport skammbyssa í Kópavogi um helgina

Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði á Landsmóti STÍ í Sport skammbyssu  sem haldið var í Kópavogi á laugardaginn með 566 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 559 stig og í þriðja sæti Karol Forsztek úr SR með 518 stig. Nánar á úrslitasíðunni

By |2023-02-22T11:20:10+00:00February 22nd, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Sport skammbyssa í Kópavogi um helgina

Landsmót í 50m liggjandi riffli í Kópavogi í dag

Á Landsmóti STÍ í 50m liggjandi riffli, sem haldið var í Kópavogi í dag, bætti Óðinn Magnússon úr SKS eigið Íslandsmet í unglingaflokki og skaut nú 568,5 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 622,7 stig, Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð annar með 610,0 stig og þriðji Valur Richter úr SÍ [...]

By |2023-01-21T16:09:28+00:00January 21st, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í 50m liggjandi riffli í Kópavogi í dag

Hákon er að keppa á heimsbikarmótinu í Marokkó

Hákon Þ. Svavarsson er að keppa á heimsbikarmótinu í Marokkó í haglabyssugreininni Skeet. Hann skaut fyrstu tvo hringina í dag 23+24, næstu tveir verða skotnir á morgun og svo einn hringur á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna. Uppfært: Hákon endaði með 113 stig (23+24+24+21+21) og hafnaði í 51.sæti af 70 keppendum

By |2023-01-15T20:08:47+00:00January 13th, 2023|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Hákon er að keppa á heimsbikarmótinu í Marokkó

Skotíþróttasambandið það sjöunda fjölmennasta innan ÍSÍ

Samkvæmt tölfræði ÍSÍ vegna ársins 2021 er Skotíþróttasamband Íslands í sjöunda sæti yfir fjölmennustu sérsambönd innan ÍSÍ, með 5.614 (4%) skráða iðkendur af alls 139.207 iðkendum. HSí er með 7.356 (5%), KKÍ 8.119 (6%), LH 12.151 (9%), FSÍ 14.264 (10%), GSÍ 23.149 (17%) og KSÍ 28.285 (20%).

By |2023-01-07T16:08:36+00:00January 7th, 2023|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttasambandið það sjöunda fjölmennasta innan ÍSÍ

Landsmót í loftbyssugreinum í Egilshöll í dag

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöll í dag. Í loftskammbyssu sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 558 stig, Bjarki Sigfússon varð annar með 533 stig og þriðji Björgvin Sigursson úr SK með 511 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 536 stig og Aðaleheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með [...]

By |2023-01-07T16:07:02+00:00January 7th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í loftbyssugreinum í Egilshöll í dag

Skotíþróttafólk ársins 2022

Stjórn STÍ hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttafólk ársins 2022: Í karlaflokki  Hákon Þór Svavarsson (44 ára) úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Hákon varð Norðurlandameistari í haglabyssu á NM í sumar. Hann tryggði sér þátttökurétt á Evrópuleikunum í Krakow í Póllandi á næsta ári, með frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu á Kýpur, þar sem hann hafnaði í 13.sæti.  Hann [...]

By |2022-12-30T10:27:51+00:00December 29th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttafólk ársins 2022

Jórunn jafnaði Íslandsmetið í Loftskammbyssu

Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag eigið Íslandsmet, 560 stig, í Loftskammbyssu á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag. Silfrið í kvennaflokki hlaut Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 537 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur A. Hjartarson úr SK með 509 stig, Hannes H. Gilbert úr SFK varð annar með [...]

By |2022-12-30T10:28:38+00:00December 17th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Jórunn jafnaði Íslandsmetið í Loftskammbyssu

Íslandsmet á Landsmótinu í Egilshöll í dag

Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 626,0 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 608,9 stig og þriðji Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 606,2 stig. Í stúlknaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ gullið með 522,4 stig. [...]

By |2022-12-03T17:43:38+00:00December 3rd, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmet á Landsmótinu í Egilshöll í dag

Luciano Rossi kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF

Ítalinn Luciano Rossi var rétt í þessu kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF en ríkjandi forseti Rúsinn Vladimir Lisin var einnig í framboði. Leikar fóru svo að Rossi fékk 136 atkvæði en Lisin 127. Rossi hafði einnig tilkynnt að Þjóðverjinn Willi Grill verði framkvæmdastjóri ef hann hlyti kosningu. Ljóst er að þetta mun hafa töluverðar breytingar [...]

By |2022-11-30T13:20:40+00:00November 30th, 2022|Uncategorized|Comments Off on Luciano Rossi kjörinn forseti Alþjóða Skotíþróttasambandsins, ISSF
Go to Top