Á Landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi riffli (prone) féllu tvö Íslandsmet. Fyrst í karlaflokki þar sem Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 624,3 stig og síðar í Unglingaflokki kvenna þar sem Viktoría Erla Bjarnarson úr SR sigraði með 576,9 stig og Karen Rós Valsdóttir SÍ varð önnur með 515,7 stig. Í öðru sæti í karlaflokki varð Valur Richter SÍ með 606,7 stig og þriðji varð Guðmundur Valdimarsson SÍ með 601,0 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 613,9 stig, önnur varð Íris Eva Einarsdóttir SR með 593,5 stig og þriðja varð Guðrún Hafberg úr SÍ með 575,2 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit SÍ með 1.808,4 stig og sveit SR varð önnur með 1.753,8 stig. Í kvennaflokki hlaut sveit SR gullið með 1.784,3 stig og sveit SÍ silfrið með 1.604,2 stig. Nánari úrslit eru á úrslitasíðu STÍ,
Tvö Íslandsmet féllu á Landsmótinu í 50m riffli í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2021-12-11T16:10:20+00:00December 11th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Tvö Íslandsmet féllu á Landsmótinu í 50m riffli í dag