Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð í dag Íslandsmeistari í 50m liggjandi (prone) með 619,3 stig, annar varð Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 610,9 og Leifur Bremnes úr SÍ þriðji með 608,8 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SÍ með 618,3 stig, sem er nýtt Íslandsmet, Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 608,9 stig og Elín Andrea V. Helgadóttir úr SÍ þriðja með 496,1 stig. Í unglingaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ gullið með 246,3 stig. Nánar á úrslitasíðunni.

Ljósm: Jón Þór Sigurðsson