Íslandsmeistaramótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík í dag. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 591,8 stig, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 581,4 stig og í þriðja sæti Guðrún Hafberg úr SÍ með 483,2 stig. Í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari með 588,4 stig og Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR hlaut silfrið með 498,7 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
Íslandsmótið í loftriffli í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2021-11-07T11:55:27+00:00November 7th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmótið í loftriffli í dag