Skotfélagi Reykjavíkur barst í dag tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Reykljavíkurborgar þar sem félaginu er gert að STÖÐVA STARFSEMI FÉLAGSINS Á ÁLFSNESI ÞEGAR Í STAÐ !! Ástæðan er úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um útgáfu starfsleyfis fyrir starfsemi félagsins á Álfsnesi. Skotæfingasvæði er því ekki lengur til staðar í höfuðborginni og skotíþróttafólki beint í önnur sveitarfélög !! Þess má einnig geta að Skotfélag Vesturlands missti inniæfingasvæði sitt í Borgarnesi fyrr á árinu, þannig að það er sótt að skotíþróttafélögum víðar á landinu. Þetta er grafalvarleg staða fyrir skothreyfinguna en vonandi leysist þetta hratt og örugglega.
Skotíþróttir í Reykjavík í uppnámi
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2021-09-29T20:21:05+00:00September 27th, 2021|Uncategorized|Comments Off on Skotíþróttir í Reykjavík í uppnámi