Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík í dag. Karl Kristinsson úr SR sigraði með 519 stig, Joseph T. Foley úr SFK varð annar með 508 stig og í þriðja sæti Magnús Ragnarsson úr SKS með 502 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SR með 1,474 en silfrið hlaut sveit SFK með 1,446 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
Landsmót í Staðlaðri skammbyssu í Egilshöll í dag
By Guðmundur Kr. Gíslasson|2021-12-05T12:52:25+00:00December 5th, 2021|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Staðlaðri skammbyssu í Egilshöll í dag