Íslandsmótið í 50metra Þrístöðu með riffli fór fram í dag í Egilshöllinni í Reykjavík. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 1,040 stig, Þórir Kristinsson úr SR varð annar með 1,029 stig og þriðji Valur Richter úr SÍ með 1,023 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SÍ með 1,044 stig og í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 1,043 stig. Nánar á úrslitasíðunni