Mót og úrslit

SÍH Open fór fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina

SÍH Open fór fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. 19 keppendur mættu í mótið. Úrslitin (finall var samkvæmt gömlu reglunum - 6 þátttakendur og 60 dúfur): A flokkur: 1. sæti: Jakob Þór Leifsson (SFS) - 104 stig í undanriðli og 44 stig í final 2. sæti: Aðalsteinn Svavarsson (SÍH) - 107 stig í undanriðli [...]

By |2022-07-04T10:53:58+00:00July 4th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on SÍH Open fór fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina

Landsmót í skeet á Akureyri um helgina

Landsmót STÍ í skeet fór fram á Akureyri um helgina. Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA sigraði með 107/35 stig, Hákon Þ.Svavarsson úr SFS varð annar með 107/27 og Aðalsteinn Svavarsson úr SÍH tók bronsið með 97/23. Nánar á úrslitasíðu STÍ.

By |2022-06-26T20:27:28+00:00June 26th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í skeet á Akureyri um helgina

Landsmót í Skeet um helgina

Landsmót STÍ í Skeet fór fram í Þorlákshöfn um helgina. Pétur T. Gunnarsson úr SR sigraði, Jakob Þ. Leifsson úr SFS varð annar og í þriðja sæti hafnaði Hákon Þ. Svavarsson úr SFS. Nánar á úrslitsíðunni.

By |2022-06-14T07:23:58+00:00June 12th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Skeet um helgina

Landsmót í Norrænu trappi á Blönduósi í dag

Landsmót STÍ í Norrænu trappi fór fram á Blönduósi í dag. Guðmann Jónasson úr MAV sigraði í karlaflokki, Snjólaug M. Jónsdóttir hlaut gull í kvennaflokki og Elyass Kr. Bouanba úr MAV í unlgingaflokki. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2022-06-12T15:13:05+00:00June 11th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Norrænu trappi á Blönduósi í dag

Breyting á mótaskrá

Af óviðráðanlegum orsökum hefur þurft að gera skyndibreytingu á mótaskrá sumarsins: Landsmót í Skeet sem halda átti á völlum Skotfélags Reykjavíkur hefur verið fært til SFS í Þorlákshöfn, 11.-12.júní, vegna leyfismála í Reykjavík. Íslandsmót í Skeet (og SR Open) hefur verið fært aftur til 13.-14.ágúst, en verður samt á vellinum á Álfsnesi að óbreyttu.

By |2022-06-01T18:47:40+00:00June 1st, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Breyting á mótaskrá

Pétur sigraði í dag

Pétur T. Gunnarsson úr SR, sigraði á Landsmóti STÍ í haglabyssugreininni Skeet, sem haldið var á Akranesi um helgina. Í öðru sæti varð Stefán G. Örlygsson úr SKA og Aðalsteinn Svavarsson úr SÍH tók bronsið. Árangur Péturs í úrslitunum er nýtt Íslandsmet. Nánar á úrslitasíðunni.

By |2022-05-30T07:18:50+00:00May 29th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Pétur sigraði í dag

Breytt dagsetning á Íslandsmótinu í Skeet

Þar sem alþjóðasambandið ESC hefur breytt dagsetningum á Evrópumeistaramótinu verður að breyta dagsetningu Íslandsmótsins í Skeet. Mótið verður haldið dagana 13.-14.ágúst á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi.

By |2022-05-29T19:38:22+00:00May 29th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Breytt dagsetning á Íslandsmótinu í Skeet

Landsmót í Compak Sporting í Hafnarfirði um helgina

Fyrsta landsmót sumarsins í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á Iðavöllum í Hafnarfirði um helgina í frábæru veðri. Tuttugu skyttur tóku þátt og fóru leikar þannig að Jón Valgeirsson (SÍH) sigraði í karlaflokki með 189 stig, Aron K. Jónsson (SÍH) varð annar með 182 stig og Jóhann Ævarsson (SA) varð þriðji með 178 stig. Í [...]

By |2022-05-23T07:48:36+00:00May 23rd, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Landsmót í Compak Sporting í Hafnarfirði um helgina

Pétur sigraði á Landsmótinu um helgina

Á Landsmóti STÍ í haglabyssugreinni Skeet, sem haldið var hjá Skotdeild Keflavíkur um helgina, sigraði Pétur T. Gunnarsson úr SR með 57 stig (111), Daníel H. Stefánsson úr SR varð annar með 47 stig (89) og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Pálsson úr SR. A-lið Skotfélags sigraði liðakeppnina, A-lið SÍH varð í öðru sæti og [...]

By |2022-05-16T14:49:11+00:00May 16th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Pétur sigraði á Landsmótinu um helgina

Hákon sigraði á fyrsta haglabyssumótinu um helgina

Hákon Þ. Svavarsson úr SFS sigraði um helgina á fyrsta landsmóti sumarsins í haglabyssugreininni Skeet. Mótið fór fram á skotvelli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar. Í öðru sæti hafnaði Aðalsteinn Svavarsson úr SÍH og íþriðja æsti varð Jakob Þ. Leifsson úr SFS.

By |2022-05-09T07:38:28+00:00May 9th, 2022|Mót og úrslit|Comments Off on Hákon sigraði á fyrsta haglabyssumótinu um helgina
Go to Top