Mótaskrá haglabyssugreina 2023 komin
Mótaskrá STÍ yfir haglabyssugreinarnar er komin út. Hana má finna hérna.
Mótaskrá STÍ yfir haglabyssugreinarnar er komin út. Hana má finna hérna.
Landsmót STÍ í Grófri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Karl Kristinsson úr SR sigraði með 500 stig, Jón Árni Þórisson úr SR varð annar með 479 stig og Engilbert Runólfsson úr SR þriðji með 473 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.
Fyrsta Landsmót vetrarins í loftbyssugreinunum var haldið í Reykjanesbæ í dag. Í karlaflokki sigraði Bjarki Sigfússon úr SFK með 540 stig, Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði í kvennaflokki með 547 stig, og Birgitta F.Bjarnadóttir í unglingaflokki í loftriffli. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.
Um helgina fóru fram tvö fyrstu landsmót vetrarins. Þau fóru fram í Egilshöllinni en á laugardaginn var keppt í 50 metra Liggjandi riffli og sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR í karlaflokki með 609,3 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 606,5 stig og riðji Jón Á. Þórisson úr SR með 602,1 stig. Gullið [...]
Jón Þór Sigurðsson keppti á Heimsmeistaramótinu í Kairó í dag. Hann keppti með riffli á 300 metra færi í liggjandi stöðu og hafnaði að lokum í 16.sæti af 36 keppendum með 594 stig (99 98 99 100 98 100) en Íslandsmet hans er 595 stig sem hann setti á EM í Króatíu í fyrra. Sjá [...]
Einstaklingskeppninni í Skeet á HM í Króatíu var að ljúka. Hákon Þ. Svavarsson endaði á 117 stigum (24-23-25-23-22) í 57.sæti. Stefán G. Örlygsson náði 111 stigum (22-19-22-24-24) og endaði í 95.sæti en Pétur T. Gunnarsson dró sig úr keppni vegna veikinda. Nánar hérna
Áttunda Evrópumeistara móti i Benchrest EBC8 lauk í gær, þetta var 5 daga keppni plús 3 dagar í æfingar. Frakkar hafa komið sér upp einstsklega góðri aðstöðu til að keppa i skotfimi. Þetta skotæfingasvæði verður notað til að halda alla skotkeppnir á næstu Ólympíuleikum 2024. 13 þjóðir voru skráðar til keppni og var Ísland 13 þjóðin [...]
Heimsmeistaramótið í haglabyssugreinum ISSF stendur nú yfir í Osijek í Króatíu. Við eigum þar þrjá keppendur í Ólympíugreininni Skeet, Hákon Þ.Svavarsson, Stefán G. Örlygsson og Pétur T. Gunnarsson. Þeir hófu keppni í morgun og skjóta þeir tvo hringi í dag, tvo á morgun og ljúka keppni á sunnudaginn í einstaklingskeppninni. Þeir keppa svo í liðakeppninni [...]
Mótaskrá STÍ fyrir vetrarstarfið og kúlugreinar 2022-2023 er komin og má finna hana hérna.
Lognið var heldur betur að flýta sér á þessu síðasta móti tímabilsins, var nokkuð stöðugt í 12 m/sek og hviðurnar fóru upp í ca. 20 m/sek. 10 hressir keppendur mættu til leiks og gerðu gott úr deginum, 11 voru skráir en einn forfallaðist vegna veikinda, 2 keppendur voru að skjóta sitt fyrsta STÍ mót. Keppendur [...]