Jón Valgeirsson keppti á Kýpverska  “Grand Prix of Cyprus” alþjóðamótinu í Compak Sporting 11.-12.september. Hann endaði með 187 stig af 200 mögulegum og lenti í 6.sæti í opnum flokki. Keppendur voru um 130 talsins. Sigurvegarinn, Remigiusx Wlodarczyk frá Póllandi,  var með 193 stig.