Frá ÍSÍ Til sambandsaðila

Reykjavík, 29. ágúst 2021

Sæl öll!

Sendur var út tölvupóstur frá okkur á föstudaginn síðastliðinn, með upplýsingum um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra. Síðan þá hefur reglugerðinni verið breytt og varðar breytingin grímunotkun í áhorfendasvæðum.

Grímuskylda gildir enn í áhorfendasvæðum á íþróttaviðburðum innanhúss en grímuskylda á viðburðum utanhúss fellur niður.

Eftirfarandi eru því helstu atriði sem varða íþróttahreyfinguna:

  • Almennar fjöldatakmarkanir miða við 200 manns.
  • Heimilt er að hafa 200 manns í hólfi á íþróttaæfingum og í keppni barna og fullorðinna.
  • Heimilt verður að hafa allt að 500 manns í hólfi í áhorfendastúkum að því gefnu að áhorfendur framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst.
    • Ákvæði um hraðpróf og fjölmenna viðburði tekur gildi þann 3. september.* Þangað til gildir 200 manna hámark í rými í áhorfendastúkum.
  • Áfram skal skrá alla gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri.
  • Eins metra reglan fellur úr gildi í áhorfendastúkum en grímuskylda gildir áfram á íþróttaviðburðum innanhúss. Grímuskylda fellur úr gildi á íþróttaviðburðum utanhúss.
  • Fjöldatakmarkanir í líkamsrækt og á sundstöðum hafa verið afnumdar.
  • Veitingasala er aftur heimil á íþróttaviðburðum.

*Vert er að nefna að þó að ákvæði um hraðpróf taki gildi 3. september nk. þá má búast við því að lengri tíma taki að undirbúa að fullu það ferli hjá viðkomandi aðilum.

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi þann 28. ágúst.
Minnisblað sóttvarnalæknis frá 24. ágúst, 2021.