Íslandsmeistaramót í Norrænu trap á Blönduósi 28. – 29. Ágúst

14 keppendur voru skráðir til leiks en eingöngu 13 kláruðu. Það var nokkuð hvöss suð-suðvestan átt, en það fór í 17,4 metra í verstu hviðunum og hitastig um 10-14°C. Keppendur létu þetta ekki á sig og má segja að allir keppendur hafi komið og gert gott mót þessa helgi.

Í unglingaflokki voru 3 drengir sem að eru að koma sterkir inn og réðust úrslitin í síðustu umferðinni en fá stig skildu á milli þeirra. Það fór svo að Elyass Kristinn skaut 86 dúfur og var þar með Íslandsmeistari unglinga, Jón Gísli endaði á 84 dúfum og Haraldur Holti á sínu fyrsta móti á 63 dúfum. En Elyass og Jón eru báðir að skjóta sín bestu skor á þessu móti. Samtals skutu þeir 233 stig sem er bæting á Íslandsmeti unglinga í liðakeppni.

Í kvennaflokki var einn keppandi en Snjólaug gaf körlunum ekkert eftir og endaði með 3ja hæsta skor mótsins, 122 dúfur sem að einnig er bæting um 7 dúfur á hennar eigiin Íslandsmeti sem að hún setti á Blönduósi í vor.

Í karlaflokki var baráttan hörð um efstu sætin en stutt var á milli efstu manna. Það fór svo að Jón Valgeirsson SÍH varð Íslandsmeistari á 131+19 dúfum, í öðru sæti var Stefán Kristjánsson SÍH á 124+21 dúfu og í 3ja sæti Guðmann Jónasson MAV á 120+20 dúfum.

Í liðakeppni karla varð lið SÍH-A (Jón Valgeirsson, Stefán Kristjánsson og Þórir Ingi Friðriksson) hlutskarpast á 370 stigum (131+124+115) en það var einnig nýtt Íslandsmet.

Nánari skor á úrslitasíðunni