Ársþing STÍ var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Þingið var haldið á netinu með TEAMS-kerfinu. 30 fulltrúar frá 8 aðildarfélögum tóku þátt. Ný stjórn var kjörin og skipa hana nú Halldór Axelsson formaður, Jórunn Harðardóttir, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Örn Jónsson og Helga Jóhannsdóttir. Varamenn eru Kjartan Friðriksson og Kristvin Ómar Jónsson.