SR Open í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Pétur T. Gunnarsson og Dagný H. Hinriksdóttir hlutu titilinn Reykjavíkurmeistari 2021. Í A-flokki sigraði Pétur T Gunnarsson SR með 113/52, Hákon Þ. Svavarsson úr SFS varð annar með 111/51 og Stefán G. Örlygsson úr SKA varð þriðji með 108/40. Í B-flokki sigraði María Rós Arnfinnsdóttir úr SÍH með 88/38, Elías M. Kristjánsson úr SKA varð annar með 82/35 og Arnór U. Þráinsson úr SÍH þriðji með 76/28. Nánari úrslit eru hérna. og myndir hérna.