gummiisnes

About Guðmundur Kr. Gíslasson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Kr. Gíslasson has created 639 blog entries.

Heimsbikarmótið í Lonato á Ítalíu hefst í dag

Heimsbikarmótið í haglabyssu í Lonato á Ítalíu hefst í dag. Við eigum þar einn keppanda í Skeet, Hákon Þór Svavarsson. Keppnin fer fram í 3 daga, 50 skífur í dag, 50 á morgun og svo 25 á miðvikudaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.

By |2023-07-10T07:39:51+00:00July 10th, 2023|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Heimsbikarmótið í Lonato á Ítalíu hefst í dag

Íslandsmót í Bench Rest á Egilsstöðum

Íslandsmótið í Bench Rest grúppum fór fram á Egilsstöðum um helgina. Íslandsmeistari varð Wimol Sudee úr Skotfélagi Akureyrar, í öðru sæti varð Erla Sigurgeirsdóttir einnig úr Skotfélagi Akureyrar og í þriðja sæti hafnaði Jón B. Kristjánsson úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi. Nánari úrlsit má finna á úrslitasíðu STÍ. Myndband sem Hjalti Stefánsson mótsstjóri gerði um [...]

By |2023-07-10T09:43:33+00:00July 2nd, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Íslandsmót í Bench Rest á Egilsstöðum

Hákon hefur lokið keppni á Evrópuleikunum

Hákoin Þór Svavarsson hefur nú lokið keppni á Evrópuleikunum í Krakow í Póllandi. Hann endaði með 118 stig (23-22-24-25-24 ) og hafnaði í 28. sæti en aðeins 30 bestu í Evrópu komust inná leikana. Hægt er að skoða úrslitin nánar hérna. Final karla er hérna LIVE kl.17:45 CET Final kvenna er hérna LIVE kl.14:50 CET

By |2023-06-25T14:56:14+00:00June 25th, 2023|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Hákon hefur lokið keppni á Evrópuleikunum

Fyrri deginum lokið í Póllandi

Þá er fyrri keppnisdeginum lokið hjá Hákoni í Póllandi. Hann endaði á 69 stigum (23-22-24) en keppnin er mjög jöfn enda allir bestu skotmenn Evrópu að keppa. Nánar hérna

By |2023-06-24T13:33:25+00:00June 24th, 2023|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Fyrri deginum lokið í Póllandi

Hákon byrjar keppni á morgun

Á morgun, 24.júní, er fyrri keppnisdagurinn hjá Hákoni Þór á Evrópuleikunum. Hægt verður að fylgjast með keppninni í skeet hérna Eins er lifandi útsending alla dagana frá skotfimigreinunum hérna.  

By |2023-06-23T14:38:03+00:00June 23rd, 2023|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Hákon byrjar keppni á morgun

Jón Þór náði silfrinu í úrslitunum í Sviss

Jón Þór Sigurðsson var að tryggja sér silfrið í Evrópubikarkeppninni í Sviss. Hann bætti einnig eigið Íslandsmet um 1 stig og endaði á 596 + 34x-tíur. Keppt er í liggjandi stöðu (prone) á 300 metra færi.

By |2023-06-23T11:24:44+00:00June 23rd, 2023|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór náði silfrinu í úrslitunum í Sviss

Jón Þór varð þriðji í dag í Sviss

Fyrri deginum á Evrópubikarnum í 300 m riffilkeppninni er lokið og er okkar maður Jón Þór Sigurðsson í þriðja sæti með 595 stig og 35x sem er nýtt Íslandsmet. Nánar hérna.

By |2023-06-23T14:39:09+00:00June 22nd, 2023|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór varð þriðji í dag í Sviss

Evrópuleikarnir í Póllandi

Evrópuleikarnir eru nú haldnir í þriðja skiptið og höfum við átt keppendur á þeim öllum. Hákon Þ. Svavarsson er nú að keppa á þeim í þriðja skiptið. Til þess að öðlast keppnisrétt þarf að ná frábærum árangri á stórmótum í haglabyssugreininni Skeet sem hann gerði og tryggði sér sæti. Þessi frétt birtist á síðu ÍSÍ [...]

By |2023-06-21T17:24:32+00:00June 21st, 2023|Erlend mót og úrslit|Comments Off on Evrópuleikarnir í Póllandi

Jón Þór að keppa í Sviss í riffli

Euro Cup í 300 metra riffilskotfimi fer fram í Sviss 22.-23.júní. Jón Þór Sigurðsson keppir þar við bestu skotmenn Evrópu. Hægt að fylgjast með skorinu hérna.

By |2023-06-21T17:16:26+00:00June 21st, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Jón Þór að keppa í Sviss í riffli

Jóhann sigraði á Compak Sporting mótinu um helgina

Jóhann Ævarsson úr SA sigraði á Landsmóti STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting um helgina með 186 stig. Jón Valgeirsson úr SR varð annar með 184 stig og í þriðja sæti hafnaði Wimol Sudee úr SA með 175 stig. Keppt var í þrjá daga með nýju fyrirkomulagi þannig að á föstudeginum voru skotnir 2 hringir á [...]

By |2023-06-19T10:51:33+00:00June 19th, 2023|Mót og úrslit|Comments Off on Jóhann sigraði á Compak Sporting mótinu um helgina
Go to Top