Íslandsmet hjá Hákoni í dag
Á Landsmóti STÍ, sem haldið var á skotsvæði Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn, í haglabyssugreininni Skeet setti Hákon Þór Svavarsson nýtt Íslandsmet með 122 stig af 125 mögulegum. Á mótinu sigraði hins vegar Arnór Logi Uzureau [...]
Íslandsmót í Compak Sporting á Akureyri um helgina
Íslandsmeistaramót í Compak sporting 2023 lokið eftir frábæra helgi með keppendum og gestum. Íslandsmeistari karla varð Jóhann Ævarsson frá Skotfélagi Akureyri á skorinu 191. Íslandsmeisrari kvenna varð Snjólaug María Jónsdóttir frá Skotfélaginu Markviss á skorinu [...]
Ný reglugerð um dómaramál STÍ var birt í dag
Stjórn STÍ samþykkti á fundi sínum í dag nýja reglugerð um dómaramál. Drög að henni voru kynnt á síðasta Skotþingi en kemur nú út í fínpússaðri mynd, Gefin er aðlögunartími til 1.ágúst 2025 fyrir félögin [...]
Íslandsmótinu í 300m riffli frestað
Af óviðráðanlegum orsökum er Íslandsmótinu í 300 m liggjandi riffli, sem halda átti hjá Skotdeild Keflavíkur um Verslunarmannahelgina, frestað um óákveðinn tíma. Reynt verður að setja mótið á í september og verður það auglýst tímanlega.
Íslandsmótið í Bench Rest VFS verður haldið á Húsavík
Íslandsmótið í Bench Rest VFS, skormótið, verður haldið á Húsavík dagana 2.-3.september, þar sem útséð er með að skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur verði opnað tímanlega. Skotfélag Húsavíkur og Skotfélag Akureyrar hafa tekið að sér að halda [...]
Íslandsmót í Norrænu Trappi á Blönduósi
11 keppendur frá 3 íþróttafélögum voru skráðir til leiks. Aðstæður voru með besta móti, hlýtt og vindurinn lítið að flýta sér. Tveir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta móti, frá SÍH og SFS. Úrslit [...]
Breytt dagsetning á Landsmóti í Skeet
Landsmót STÍ sem halda átti á velli Skotfélags Akraness 19.-20.ágúst hefur verið fært um viku og verður það haldið dagana 12.-13.ágúst
YouTube rás ISSF með ógrynni efnis
Á YouTube rás ISSF, Alþjóða Skotíþróttasambandsins, má nálgast vídeó frá fjölda móta. Þar gefst fólki kostur á að skoða hinar ýmsu skotgreinar ISSF á lifandi hátt. Slóðin er þessi hérna.
Uppfærður skorlisti í Skeet
Uppfærður skorlisti í Skeet er kominn hérna.
Íslandsmótið í Skeet verður í Þorlákshöfn
Vegna árekstra við bæði HM og EM hefur Íslandsmótið í Skeet verið flutt á velli Skotíþróttafélags Suðurlands dagana 25.-27.ágúst 2023. Dagskrá HM breyttist nýlega og kom þá í ljós að keppni í Skeet rakst á [...]















