Evrópumeistaramótið í Skeet stendur nú yfir í Osijek í Króatíu. Við eigum þar tvo keppendur, Hákon Þ. Svavarsson og Jakob Þ. Leifsson. Þeir hófu keppni í dag, laugardag, og er skorið hjá þeim eftir fyrri daginn Hákon 22-22-21 og Jakob 23-21-22. Þeir skjóta svo tvo hringi á morgun. Hægt er að fylgjast með skorinu hérna.