Félagar úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi tóku þátt í landskeppni í haglabyssugreininni Norrænt Trap sem haldið var í Danmörku um helgina. Keppendur komu frá norrænu löndunum og var keppt í nokkrum aldursflokkum. Haraldur Holti Líndal varð í 10.sæti í unglingaflokki, bætti eigið Íslandsmet og skoraði 123 stig (af 150 mögulegum). Elyass Kristinn Bouanba var með 108 stig í 11.sæti, sem var bæting á Íslandsmetinu þar til Haraldur bætti það. Í kvennaflokki varð Snjólaug María Jónsdóttir í 10.sæti með 120 stig og í karlaflokki varð Guðmann Jónasson í 34.sæti með 130 stig. Nánar hér.